Hjálpum börnum heimsins
Kiwaniskl�bburinn Drangey- Hjálmaafhending á Sauðárkróki
15. maí 2008

Hjálmaafhending á Sauðárkróki

 
Laugardaginn 10. maí afhenti klúbburinn 58 hjálma í skagafirði. Afhendingin fór fram í gamla barnaskólanum á Sauðárkróki.  Fyrir afhendingu hélt Stefán V. Stefánsson yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki smá tölu fyrir börnin og brýndi fyrir þeim mikilvægi hjálma. 
Að lokum grilluðu kiwanisfélagar pulsur sem runnu ljúflega niður.  Vill klúbburinn þakka Skagfirðingabúð og Sauðárkróksbakaríi fyrir þeirra stuðning.

Til baka