Hjálpum börnum heimsins
Kiwaniskl�bburinn Drangey- Jólafundur á Hólum
18. desember 2008

Jólafundur á Hólum

 
Klúbburinn hélt jólafund sinn að þessu sinni á Hólum í Hjaltadal.  Lagt var af stað með rútu frá húsi klúbbsins kl. 19:30 og stefnan sett á Hóla.

 

Byrjað var á að fara í kirkjuna á Hólum þar sem Leó forseti sett fund.  Óli Jóns kynnti síðan séra Hjörtur Pálsson til sögunnar en hann fór með stutta hugvekju fyrir Drangeyjarfélaga.  Að henni lokinni var arkað í matsal Hólaskóla og tekið til matar síns.  Óli sá um matinn af sinni alkunnu snilld.  En í matinn var grafinn lax, paté og rúsínur í koníakslegi, hangikjöt og eplakaka með rjóma í eftirrétt.  Eftir mat hélt frú Margrét Sigtryggsdóttir var með jólahugvekju.  Þótti fundurinn takast mjög vel og fór félagar saddir og sáttir heim á leið. 

 

Sjá má myndir frá fundinum á myndasíðu.

Til baka