Hjálpum börnum heimsins
Kiwaniskl�bburinn Drangey- Fyrsti fundur ársins
07. janúar 2009

Fyrsti fundur ársins

 
Drangeyjarfélagar mættu galvaskir á fyrsta fund ársins í kvöld.  Forseti bauð félaga velkomna með ósk um gleðilegt ár.

 

Fín mæting var á fundinn og félagar virtust koma vel undan jólum og áramótum.

 

Maturinn var í umsjón Klúbb- og húsnefndar og sá Óli Jóns um matinn.  Í forrétt var súpa en aðalrétturinn ný ýsa í Toscanasósu auk meðlætis.  Menn tóku líka vel til matar og fengu sumir sér oftar en aðrir.

 

Fundurinn var hafður í styttri kantinum og í lok matar var rætt um Þorrafund sem verður haldinn 6. febrúar nk. að afloknum Svæðisráðsfundi sem haldinn verður fyrr um daginn á Króknum.

Til baka