Hjálpum börnum heimsins
Kiwaniskl�bburinn Drangey- Heimsókn í Sjávarleður
07. febrúar 2009

Heimsókn í Sjávarleður

 

Föstudaginn 6. febrúar var farið í fyrirtækjaheimsókn í Sjávarleður sem rekið er af Gunnsteini Björnssyni, Drangeyjarfélaga.


Fór Gunnsteinn yfir sögu félagsins og fyrirrennara þess, en fyrirtækið byrjaði sem tilraun hjá fyrirtækinu Loðskinn hf á Sauðárkróki.

Fyrirtækið Sjávarleður sútar fiskroð, aðalega roð af hlýra og steinbít, en einnig lax og nýlarkarfa.  Varan er orðin mjög eftirsótt og nota mörg heimsþekkt tískuhús fiskleður í framleiðslu sína enda gæði leðursins talin mikil og engin fisklykt finnst af leðrinu.

 

Var boðið upp á veitingar og að því loknu var farið um verksmiðjuna undir handleiðslu Gunnsteins.

 

Hér má sjá myndir frá ferðinni.

 

Heimasíða Sjávarleðurs

Til baka