Hjálpum börnum heimsins
Kiwaniskl�bburinn Drangey- Afhending hjálma
25. maí 2009

Afhending hjálma

 
Að venju afhentu Kiwanismenn í samvinnu við Eimskip öllum grunnskólabörnum í Skagafirði og Húnavatnssýslum reiðhjólahjálma að gjöf.

 

Miðvikudaginn 20. maí fóru félagar í Árskóla og heimsóttu börnin í 1. bekk í Árskóla á Sauðárkróki.  Rúmlega 40 hjálmar voru afhentir að þessu sinni.  Við afhendinguna kynntu lögregluþjónar rétta notkun hjálmanna og brýndu fyrir börnunum að nota þá alltaf þegar farið væri út að hjóla.

 

Um er að ræða árlegt  átak  Eimskips og Kiwanishreyfingarinnar, auk þess sem verkefnið nýtur ráðgjafar og stuðnings Forvarnahússins. Alls verða 4.200  reiðhjólahjálmar gefnir í ár á öllu landinu og mun Eimskip og Kiwanisklúbbar vítt og breitt um landið sjá um dreifinguna.

 

Fyrir fimm árum tók Eimskip höndum saman með Kiwanishreyfingunni í þessu verkefni, og hafa nú hátt í  30 þúsund hjálmar verið gefnir börnum á aldrinum 7-12 ára, sem er tæplega 10% þjóðarinnar.

 

Myndir af afhendingunni má sjá hér.

 

Frétt á feykir.is

Til baka