Hjálpum börnum heimsins
Kiwaniskl�bburinn Drangey- Vetrarstarf hafið
22. október 2009

Vetrarstarf hafið

 
Nú er vetrarstarfið hafið og mættu Drangeyjar- félagar til fundar í kvöld.  Fundurinn var boðaður með stuttum fyrirvara þar sem

stjórnarskiptafundi sem vera átti á föstudaginn sl. var frestað. 
 
Þótti ekki annað við hæfi en að boða til fundar þar sem annars hefði verið langt á milli funda.
 
14 félagar mættu og var framreidd fiskisúpa og heimalagað brauð.  Fundurinn var stuttur en góður og sátu félagar við spjall eftir fund.

Næsti fundur er stjórnarskiptafundur á Siglufirði 23. október nk.  Dagskrá vetrarins verður sett á heimasíðuna á næstu dögum.

Myndir frá fundinum í dag má nálgast á myndasíðu.

Til baka