Hjálpum börnum heimsins
Kiwaniskl�bburinn Drangey- Þjónustu og viðskiptaskrá
18. nóvember 2009

Þjónustu og viðskiptaskrá

 
Um síðustu helgi dreyfðu nokkrir félagar úr Kiwanisklúbbnum Drangey nýrri þjónustu og viðskiptaskrá fyrir Húnavantssýslur.

 
 
Þetta er í fyrsta skipti sem þessi skrá er gefin út í Húnavatnssýlunum en Kiwanisklúbburinn Drangey hefur gefið út og dreift slíkri skrá fyrir Skagafjörð í mörg ár.  Hefur þetta verið stærsta fjáröflun klúbbsins á hverju ári. 
 
Í skránni eru símanúmer og heimilisföng einstaklinga og fyrirtækja á svæðinu sem nær yfir báðar Húnavatnssýslurnar.  Auglýsingum er safnað hjá fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu og er skráin prentuð hjá Nýprent á Sauðárkróki í 3.000 eintökum.
 
Góð viðbrögð hafa verið við útgáfu skrárinnar hjá íbúum og fyrirtækjum á svæðinu og hafa margir haft samband við Kiwanismenn til að þakka fyrir þessa útgáfu.
 
Yfir 80 klukkutímar liggi á bak við útgáfu þessarar skrár en meira en 1.620 km. hafa verið keyrðir við að safna auglýsingum og dreifa skránni.  Hitann og þungann af verkinu hefur Emil Hauksson borið og hefur hann skilað af sér góðu verki sem sómi er að.

Til baka