Hjálpum börnum heimsins
Kiwaniskl�bburinn Drangey- Mikill kraftur í félagsstarfinu
04. febrúar 2010

Mikill kraftur í félagsstarfinu

 
Félagsstarfið hefur haldið áfram af miklum krafti nú eftir áramót.  Haldnir hafa verið þrír fundir það sem af er ári.

Í lok janúar fóru Drangeyjarfélagar í heimsókn í rækjuverksmiðjuna Dögun á  Sauðárkróki og fengu fylgd um verksmiðjuna í fylgd forstjóra hennar, Þrastar Friðfinnssonar.  En verksmiðjan er ein sú afkastamesta og ein sú tæknilegasta á landinu.
 
Á fundi sem haldinn var 3. febrúar kom nýráðinn verkefnastjóri í atvinnumálum í Skagafirði, Sigfús Ingi Sigfússon í heimsókn og fræddi Drangeyjarfélaga um verkefni sem verið væri að vinna að í atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu.
 
20. febrúar næstkomandi verður síðan haldinn svæðisráðsfundur í félagsheimilinu Ljósheimum í Skagafirði og í framhaldi af því verður þorrablót klúbbsins.

Til baka