Hjálpum börnum heimsins
Kiwaniskl�bburinn Drangey- Afhending reiðhjólahjálma
13. maí 2010

Afhending reiðhjólahjálma

 
Í dag stóðu félagar í Kiwanis- klúbbnum Drangey á Sauðárkróki fyrir sinni árlegu hjálmaafhendingu til barna í fyrsta bekk grunnskólanna í Skagafirði og í Húnavatnssýslum. 

50 hjálmar voru afhenntir í dag Skagafirðir og rétt tæplega 50 í Húnavatnssýslu.

Ólafur Jónsson forseti sagði við upphaf afhendingarinnar að hjálmarnir sem alla jafna væru merktir Kiwanisklúbbnum og Eimskipi væru það ekki að þessu sinni þar sem þeirra væri ekki von til landsins fyrr en skólahaldi væri lokið í sumar og var því brugðið á það ráð að panta aðra.  Stefán Vagn yfirlögregluþjónn sagði síðan börnunum frá mikilvægi hjálmanna og frá réttri notkun þeirra.

 

Eftir að krakkarnir  höfðu fengið hjálmana í hendur var boðið upp á pylsur og svala áður en farið var á hjólin.

 

Í Húnavatnssýslunum sáu félagar úr klúbbnum þeir Jóhannes og Gunnar um afhendinguna.

 

Hér má sjá myndir frá afhendingu hjálmanna í dag.

 

Hér má sjá umfjöllun í Feyki og fleiri myndir.  Mynd með frétt er fengin af feykir.is. 

Til baka