Hjálpum börnum heimsins
Kiwaniskl�bburinn Drangey- Af starfi Drangeyjar í vetur
03. janúar 2012

Af starfi Drangeyjar í vetur

 
Það hefur verið góð mæting á fundi hjá Drangey það sem af er vetri en haldnir hafa verið fjórir fundir frá stjórnarskiptafundi.

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar voru reikningar lagðir fram og samþykktir auk þess sem fjárhagsáætlun tímabilsins var samþykkt. 
 
Þá kom Vernharð Guðnason slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Skagafjarðar á fund í lok nóvember og hélt fróðlegt erindi um starfsemina, forvarnarnir, gildi reykskynjara auk þess að svara spungingum félagsmanna.  Urðu umræður langar og fróðlegar.
 
Þann 14. dsember var síðann haldinn jólafundur Drangeyjar.  Hann hófst í Sauðárkrókskirkju þar sem organisti kirkjunnar Rögnvaldur Valbergsson lék nokkur lög og sóknarpresturinn í Glaumbæjarkirkju séra Gísli Gunnarsson hélt hugvekju.  Að lokinni athöfninni í kirkjunni var sest að snæðingi í safnaðarheimili kirkjunnar.  Safnarðarheimilið þjónaði áður sem sjúkrahús Sauðárkróks og hafa nokkrir Drangeyjarfélagar komið í heiminn í því húsi.  Bjarni Maronsson las síðan úr bréfi sem hann hafði fengið sent frá sveitunga sínum og var mikið hlegið.  Voru Gísla og Maroni að lokum færðar gjafir frá klúbbnum sem voru klukkur gerðar af Steini Ástvaldssyni Drangeyjarfélaga.
 
Myndir frá fundum vetrarins má finna undir Myndasafni.
 
Drangeyjarfélagar óska að lokum öðrum Kiwnaisfélögum og mökum þeirra gleðilegs nýs árs með þökk fyrir liðin.

Til baka