Hjálpum börnum heimsins
Kiwaniskl�bburinn Drangey- Kiwanisklubburinn Drangey afhendir hjálma
10. júní 2012

Kiwanisklubburinn Drangey afhendir hjálma

 
Kiwanisklúbburinn Drangey hefur nú afhent reiðhjólahjálma til sjö ára barna í Skagafirði og Húnavatnssýlum.  Afhending á hjálmum á Sauðárkróki fór fram síðastliðinn laugardag við Árskóla í blíðskaparveðri.

Tæplega 70 hjálmar voru afhentir á laugardaginn.  Foreldrar mættu með krökkunum til að taka á móti þeim og ríkti mikil ánægja með þá.  Að lokinni afhendingu voru í boði grillaðar pylsur sem runnu ljúft niður.
 
Þeir hjálmar sem ekki voru sóttir verða keyrðir heim til viðkomandi barna.
 
Hér má sjá myndir frá afhendingunni.

Til baka