Hjálpum börnum heimsins
Kiwaniskl�bburinn Drangey- Stjórnarskipti í Drangey
29. október 2012

Stjórnarskipti í Drangey

 
Stjórnarskipti fóru fram í Kiwanisklúbbnum Drangey 19. október sl.

Á fundinum lét Magnús Helgason af störfum sem forseti klúbbsins og Emil B. Hauksson tók við.  Vel var mætt á fundinn en rúmlega 40 manns mættu, þar á meðal Kiwanisfélagar úr Skildi á Siglufirði og Skjálfanda á Húsavík.
 
Á fundinum voru einnig teknir inn tveir nýir félagar, þeir Ingi Guðmundsson og Jón guðni Karelsson og tóku Kiwanisfélagar vel á móti þeim.  Félagar í Kiwanisklúbbnum Drangey því orðnir 22.
 
Þá voru Gunnari Sigurðssyni, Jónasi Svavarssyni, Ólafi Jónssyni, Ómari Kjartanssyni o gPálma Ragnarssyni veittar viðurkennignar fyrir 100% mætingu á fundi hjá klúbnbum í vetur.
 
Einnig var Ólafi Jónssyni veitt silfurstjarnan fyrir frábært starf í þágu klúbbsins.  En Ólafur hefur verið óþreytandi í störfum sínum fyrir hann. 
 
Gunnsteinn Björnsson svæðisstjóri Óðinssvæðis stjórnaði stjórnarskptum en honum til halds og traust var Guðmundur Karl Jóhannessson, kjörsvæðisstjóri.
 
Myndir frá stjórnarskiptafundinum má finna á Myndasafni.

Til baka