Hjálpum börnum heimsins
25. apríl 2013

Hjalmaafhending Drangeyjar

 
Kiwnaisklúbburinn Drangey afhenti í dag reiðhjólahjálma í Skagafirði og fór afhendingin fram í gamla barnaskólanum á Sauðárkróki.  

Ekki var veðrið eins og best verður á kosið þó ákveðið hafi verið að afhenda hjálmana á sumardaginn fyrsta.
 
Gekk á með snjókomu, hagléli og sól en þrátt fyrir það var vel mætt og voru rúmlega 40 hjálmar afhentir.
 
 
 
Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn fræddi börn og foreldra þeirra um mikilvægi hjálmanotkunar og rétta notkun þeirra.  Voru síðan hjálmarnir afhentir og grilluðu síðan Drangeyjarfélagar pylsur fyrir börn og foreldra þeirra.  
 
Hér má sjá myndir frá afhendingunni.
 
 

Til baka