Hjálpum börnum heimsins
19. mars 2014

Vel sóttur fundur um blöðruhálskirtilkrabbamein

 
 Í gær stóð Kiwanisklúbburinn Drangey í samstarfi við Krabbameinsfélag Skagafjarðar fyrir fræðslufundi um krabbamein í þvagfærum og í blöðruhálsi.
 

Valur Þór Marteinsson sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum var fyrirlesari og svaraði spurningum úr sal.  Karlakórinn Heimir opnaði fundinn með laginu Hraustir menn sem hlusta má á hér.
 
Vel var mætt en ríflega 130 manns mættu á fundinn.  Þessi fundur var í beinu framhaldi af Mottumars ráðstefnu um ristilkrabbamein sem Drangey stóð fyrir á síðasta ári og við erum langr í frá hættir.  Myndir frá fundinum má nálgast á myndasíðunni.

Til baka