Hjálpum börnum heimsins
17. desember 2015

Jólafundur Drangeyjar

 
Jólafundur Kiwanisklúbbsins Drangeyjar var haldinn í gærkvöldi. Fjölmenni var og buðu félagar konum sínum á fundinn.

Snætt var úrvals hangikjöt ássamt ljúffengu meðlæti úr smiðju Gott í gogginn ásamt möndlugraut og ís og ávöxtum í desert.
 
Hugvekju kvöldsins flutti Sr. Sigríður Gunnarsdóttir prestur Sauðkrækinga.  Falleg ræða þar sem hún lagði út frá jólaguðspjallinu skrifuðu af Jósep. Lagði áherslu á að aðventan væri notuð í nánunga kærleik og að hugsa um sína nánustu.
 
Gunnar Sigurðssson fráfarandi forseti flutti jólasögu er fjallað um líf ungs drengs á þorláksmessu árið 1935.
 
Yndislegur og hátiðlegur fundur.
 
Njótum aðventunar og jólahátíðarinna. 
(ÓJ)

Til baka