Hjálpum börnum heimsins

Bikarmót í sundi - reglugerð

 

REGLUGERÐ

 
Bikarmót
 
Kiwanisklúbbsins Drangeyjar og UMF Tindastóls í sundi
 
1. Framkvæmd
Um framkvæmd mótsins sér Sunddeild Tindastóls í samráði við Kiwanisklúbbinn Drangey, Sauðárkróki.  Skal mótið auglýst í staðarblöðum t.d. Sjónhorni, Feykir og Sæluvikudagskrá.
 
2. Aldursflokkar og greinar
Aldursflokkar og sundgreinar á mótinu skulu vera:
 
10 ára og yngri 11-12 ára 13-14 ára 15-17 ára
Hnokkar Hnátur Sveinar Meyjar Drengir Telpur Piltar Stúlkur
50 br. 50 br. 100 br. 100 br. 100 br. 100 br. 100 br. 100 br.
50 skr. 50 skr. 100 skr. 100 skr. 100 skr. 100 skr. 100 skr. 100 skr.
50 bak 50 bak 50 bak 50 bak 50 bak 50 bak 50 bak 50 bak
50 flug. 50 flug. 50 flug. 50 flug. 50 flug. 50 flug. 50 flug. 50 flug.
 
3. Stigaútreikningur
Í keppni um handhafa bikarverðlauna eru stig reiknuð eftir hvert sund samkvæmt nýjustu útgáfu LEN performance töflu (Ligue Européenne de nation).  Ef tveir eða fleiri eru jafnir að stigum, vinnur sá sem oftast hefur orðið í 1. sæti.  Ef það dugar ekki, verða dómarar að varpa hlutkesti.
 
4. Bikarverðlaun
Bikar er veittur fyrir bestan samanlagðan árangur í hverjum kyn- og aldursflokki.  Bikarinn vinnst til eignar og gengst Kiwanisklúbburinn Drangey fyrir því að panta og veita þessi bikarverðlaun á hverju ári.  Um afhendingu verðlauna sjá félagar í Kiwanisklúbbnum og skal það gert að sundmóti loknu í þar til gerðu samsæti.
 
5. Önnur verðlaun
Fyrir hvert sund verða veittir verðlaunapeningar fyrir 1., 2. og 3. sæti er Kiwanisklúbburinn gefur.  Á þessa peninga er skráð nafn móts, ár og tegund sundgreinar.  Í aldursflokknum 10 ára og yngri eru einungis veitt þátttökuverðlaun sem ritað er á nafn móts og ár.
 
6. Þátttökuheimild
Þátttökuheimild hafa allir sem skráðir eru félagar í UMSS (búsettir í Skagafirði)
 
7. Tími
Bikarmótið skal haldið 30. apríl ár hvert, ætíð skal það vera í Sundlaug Sauðárkróks.
 
8. Nafn mótsins
Nafn mótsins er einungis bundið bikarverðlaununum og fellur sjálfkrafa með þeim.
 
9. Sundreglur
Farið er í öllu eftir tilsettum reglum um sundmót og sem samþykktar hafa verið af S.S.Í.
 
10. Breytingar
Reglugerð þessari má aðeins breyta í samráði við Kiwanisklúbbinss Drangey og Sunddeild Tindastóls.  Breytingar skulu gerðar með allt að 3ja vikna fyrirvara.
 
Reglugerðin öðlast gildi við undirskrift.
 
Sauðárkróki 25. maí 2002.
 
 
Kiwanisklúbburinn Drangey, Ingimar Hólm Ellertsson
 
Sunddeild UMF Tindastóls, Anna Kristín Gunnarsdóttir