Hjálpum börnum heimsins

Félagmála- og fjölgunarnefnd

 

Hlutverk nefndarinnar er:

  1. Nefndin skal halda uppi fræðslu um markmið Kiwanisstarfsins og leiðbeina félögum sínum um iðkun góðs félagsskapar innan Kiwanishreyfingarinnar.
  2. Nefndin skal hafa frumkvæði að öflun nýrra félaga til að halda hæfilegri félagatölu miðað við þau takmörk sem klúbburinn hefur sett sér og bera upp tillögu í því sambandi við stjórn klúbbsins.  Hún skal hafa eftirlit með að almenn fundarsköp séu haldin.
  3. Nefndin skal skoða tillögur um nýja félaga samkvæmt IV  kafla í lögum Kiwanisklúbba og leggja tillögur sínar fyrir stjórn klúbbsins.  Nefndin skal jafnframt aðstoða stjórn klúbbsins við inntöku nýrra félaga.
  4. Nefndin skal ávallt hafa í huga að leita að möguleikum til að stofna nýja klúbba.  Einnig ber nefndinni að halda uppi og stuðla að sem mestu og bestu samstarfi við aðra klúbba, m.a. með því að hvetja og efna til ferða á fundi hjá öðrum klúbbum og stuðla að heimsóknum félaga úr öðrum klúbbum og yfirleitt að beita sér fyrir samstarfi á sem fjölbreyttastan hátt, bæði í starfi og leik.
 

 Nefndin skili skýrslu til ritara fyrsta hvers mánaðar.