Hjálpum börnum heimsins

Fjárhags- og laganefnd

 

Hlutverk nefndarinnar er:

  1. Nefndin skal bera fram tillögu að fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár, með hliðsjón af reikningum síðasta árs.
  2. Nefndin fylgist með hvort fjárhagsáætlun sé haldin í einstökum liðum.
  3. Nefndin skal vera fjármálaráðgjafi stjórnar og skal skila áliti á öllum tillögum til útgjalda, enda ber að vísa þeim til hennar, snerti þær fjárhag félagssjóðs klúbbsins.
  4. Yfirfara laga- og reglugerðarbreytingar fyrir afgreiðslu.
  5. Sjá um fræðslu og kynningu á lögum og reglum klúbbsins.
  6. Tillögur til laga- og reglugerðarbreytinga skal leggja fyrir stjórn klúbbsins fyrir afgreiðslu.