Hjálpum börnum heimsins

Fjáröflunar- og styrktarnefnd

 

Hlutverk nefndarinnar er:

  1. Nefndin skal sjá um styrktarmálefni klúbbsins, og hafa til hliðsjónar: lög Kiwanisklúbba IX. kafla - Skyldur fastanefnda samkv. 4. gr.
  2. Nefndin tekur til umfjöllunar tillögur um styrktarverkefni,. Ef styrkveitingar hugsanlega snerta nefndarmenn félagslega eða persónulega þá taki þeir ekki þátt í afgreiðslu erindisins. Jafnframt geri nefndin tillögur til stjórnar um hver eða hverjir skuli njóta styrks.
  3. Nefndin gerir tillögur til stjórnar um fjáröflunarleiðir, og sér um undirbúning framkvæmdar á styrkveitingu, þegar tillögur hennar hafa hlotið samþykki stjórnar og/eða klúbbfundar.
  4. Formaður nefndar, eða aðrir fulltrúar nefndar, undirbúa og skulu ávallt vera viðstaddir styrkveitingar, ásamt forseta klúbbsins og/eða fulltrúum stjórnar.
  5. Nefndin skal hafa umsjón og eftirlit með þeim fjáröflunum klúbbsins sem samþykktar hafa verið af stjórn klúbbsins og/eða á klúbbfundum.
  6. Nefndin skal verða öðrum nefndum til aðstoðar í fjáröflunum ef þess er beðið.
  7. Nefndin skal sjá um undirbúning og framkvæmd á útgáfu Þjónustu- og viðskiptaskrár Skagafjarðar.
  8. Nefndin sér um auglýsingar og annað sem þarf til að undirbúningur að prentun og dreifingu gangi snurðulaust fyrir sig.
  9. Nefndin skal skila skriflegri skýrslu til stjórnar eins og fljótt og auðið er.  Í skýrslu skal koma fram árangur af útgáfu og samantekt á tekjum, kostnaði og hagnaði.
  10. Nefndin kalli félaga til starfa við undirbúning og framkvæmd fjáraflanna.

 Nefndin skili skýrslu til ritara fyrsta hvers mánaðar.