Hjálpum börnum heimsins

Klúbbfunda- og húsnefnd

 

Hlutverk nefndarinnar er:

  1. Nefndin skal skipuð ekki færri en fimm félögum en að auki skulu nýjir félagar taka þátt í störfum hennar.
  2. Nefndin sér um reglulega boðun félaga á fundi og ber að taka á móti öllum þeim er fundi sækja, m.a. Kiwanisfélögum, sem koma í heimsókn og öðrum gestum og sjá um kynningu þeirra.
  3. Nefndin útvegar ræðumenn í samráði við forseta og sér um kynningu þeirra.
  4. Nefndin skal leitast við að fitja upp á nýjungum hvað varðar fundarefni í því skyni að stuðla að því að á klúbbfundum eigi menn kvöldstund sem eftirsóknarvert sé að taka þátt í.
  5. Nefndin skal fylgjast með fundarsókn félaganna, og hafa tiltæka sundurliðaða skrá um fundarsókn félaga og einstakra funda.
  6. Nefndin sér um að ræðupúlt, bjalla, fundarhamar, fánar, frænka og önnur gögn séu komin á sinn stað áður en fundur hefst, nefndinni er heimilt að kalla til félaga til aðstoðar við frágang fundargagna fyrir og eftir fund.
  7. Eyrarvegur 14, nefndin sér um útleigu á húsinu og innheimtu leigutekna, um framkvæmdir við allt viðhald á húseign og lóð, sér um alla almenna ræstingu bæði úti og inni.
  8. Nefndin hefur umsjón með bar hússins og sér jafnframt um vínveitingar á þeim fundum sem haldnir eru annars staðar ef slíkar veitingar eru hafðar um hönd á vegum klúbbsins.
  9. Nefndin skal hafa sjálfstæðan fjárhag til reksturs hússins og leggja skal fram fjárhagsáætlun í byrjun starfsárs og síðan endurskoðaða reikninga að loknu reikningsári klúbbsins í samráði við Féhirði.
  10. Að taka ljósmyndir af þeim atburðum er ástæða þykir til í starfi klúbbsins. Að sjá um myndasafn klúbbsins og halda því í viðunandi horfi. Að útvega myndir til Fjölmiðla- og blaðafulltrúa ef hann óskar þess.

Nefndin skili skýrslu til ritara fyrsta hvers mánaðar.