Hjálpum börnum heimsins

Siðameistari

 

Hlutverk og markmið:

  1. Hann á ávallt að vera strangur í sínum gjörðum, en fyrst og fremst skemmtilega strangur.
  2. Hann á að refsa hóflega með gjaldtöku: fyrir lélegan klæðaburð félaga, ef félagar mæta merkjalausir, ef félagar hafa uppi ljóta borðsiði, ef félagar sýna öðrum aulafyndni, (sem hann einn er dómbær á og hefur dómsvald yfir) svo og aðra háttsemi sem honum finnst ástæða til að refsa fyrir.  Gjöld þessi skulu renna í frænkusjóð.
  3. Hann skal ávallt reyna að finna eitthvað í fari félaga sem hrósa má fyrir.
  4. Hann skal halda skrá yfir alla félaga og tilkynna um afmæli þeirra sem í vændum eru.  Og sjá um gjafir á merkisafmælum.
  5. Hann á að halda skrá yfir embættisstörf félaga, og hafa hana aðgengilega fyrir stjórn klúbbsins.
  6. Hann skal ávallt eiga aðgang að ræðupúlti á eftir liðnum önnur mál (fyrir fundarslit), þá er æskilegt að hann flytji eitt ljóð eða stutta gamansögu, síðan hafi hann rúm fyrir sínar embættisfærslur.