Hjálpum börnum heimsins

Styrktarnefnd

 
  1. Nefndin skal sjá um styrktarmálefni klúbbsins, og hafa til hliðsjónar: lög Kiwanisklúbba IX kafla - Skyldur fastanefnda samkv. 4. gr.
  2. Nefndin tekur til umfjöllunar tillögur um styrktarverkefni.  Ef styrkveitingar hugsanlega snerta nefndarmenn félagslega eða persónulega þá taki þeir ekki þátt í afgreiðslu erindisins.  Jafnframt geri nefndin tillögur til stjórnar um hver eða hverjir skuli njóta styrks.
  3. Nefndin sér um undirbúning framkvæmdar styrkveitingu, þegar tillögur hennar hafa hlotið samþykki stjórnar og/eða klúbbfundar.
  4. Formaður nefndar, eða aðrir fulltrúar nefndar, skulu ávalt vera viðstaddir styrkveitingar, ásamt forseta klúbbsins og/eða fulltrúum stjórnar.