Hjálpum börnum heimsins

Um Drangey

 

 

Kiwanisklúbburinn Drangey

EO 346 Sauðárkróki

Fullgiltur 14.10.1978

Móðurklúbbar

Geysir Mosfellsbæ

Skjöldur Siglufirði

Kiwanisklúbburinn Drangey var stofnaður. 14.10.1978. Við stofnun klúbbsins voru félagar 25 og hafa lengst af verið á bilinu 25 til 36 talsins.

 

Klúbburinn er þjónustu og líknarklúbbur svo sem aðrir klúbbar í kiwanishreifingunni.

 

Fundir eru haldnir annan hvern miðvikudag yfir veturinn á matsölustaðnum Gott í Gogginn að Borgarmýri 1 á Sauðárkróki. Fjöldi góðra ræðumanna er á fundum hjá klúbbnum, þrír til fjórir yfir veturinn.

 

Á síðustu árum hefur Kiwanishreyfingin lagt mikla áherslu á unglingastarf og má í því sambandi geta að klúbburinn hefur staðið fyrir og tekið þátt í nokkrum verkefnum þar að lútandi, má þar nefna bikarmót Tindastóls í sundi, einnig tók klúbburinn þátt í að kaupa tækjasett og verðlaunapeninga fyrir reiðhjólakeppni sem við sjáum um ásamt lögreglunni, öllum 7 ára börnum í Skagafirði og Blönduósi eru gefnir reiðhjólahjálmar ásamt veifu á hjólin og hefur klúbburinn notið vel vilja ýmisa fyrirtæja og einstaklinga við það verkefni svo og öll önnur verkefni sem klúbburinn hefur staðið fyrir.

 

Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð og Björgunarsveitin Skagfirðingasveit hafa nokkrum sinnum verið styrktar til tækjakaupa, einnig hafa verið veittir styrkir til Íþróttafélags fatlaðra, Íþróttafélagsins Grósku til Dvalaheimilis aldraðra Sjúkrahúss Skagfirðinga og sambílis fatlaðra, en fremur til einstaklinga í alvarlegum sjúkdóms tilfellum. Árið 1998 var fötluðum einstaklingum í Skagafirði gefin bifreið til eigin nota.

 

Margar fjáröflunarleiðir hafa verið reyndar en gefist misjafnlega fyrsta fjáröflun klúbbsins var sala og dreifing á endurskinsmerkjum, önnur fjáröflun var samlokusala í Sæluviku, í nokkur ár seldi klúbburinn happdrættisdagatöl fyrir jólin, síðan fóru klúbbfélagar að taka að sér ýmsa vinnu t.d að standsetja tjaldstæðin norðan við Sundlaugina reisa girðingar og leggja þökur svo nokkuð sé talið. Einnig hefur klúbburinn tekið þátt í ýmsum landsverkefnum á vegum kiwanishreifingarinnar má þar nefna sölu á K lyklinum sem seldur er þriðja hvert ár og er ágóð af sölun hans varið til styrktar geðsjúkum.

 

Aðal fjáröflun klúbbsins um árabil var fisksala sem framkvæmd er í sveitum Skagafjarðar hefur hún borið uppi all flestar styrkveitingar síðan hún hófst. Frá 1999 hefur klúbburinn gefið út þjónustu og viðskiptaskrá fyrir Skagafjörð.

Ingimar Hólm Ellertssson